Hrygningarstoppi á vestursvæði lauk í dag - Landssamband smábátaeigenda

Hrygningarstoppi á vestursvæði lauk í dag


Hrygningarstoppi á vestursvæði lauk kl 10 í morgun, en það markaðist að austan af 19° V og að vestan af línu sem dregin er réttvísandi 250° frá Skorarvita.

Reykjanes – félag smábátaeigenda á Reykjanesi – hefur haft forgöngu um það á undanförnum árum að hvetja sjávarútvegsráðherra til að lengja veiðibann á hrygningartíma við Reykjanes. Ráðherra hefur til þessa ekki orðið við áskorun Reyknesinga né aðalfundar Landssambands smábátaeigenda um lokun. Það hlýtur að vekja athygli því tillagan gengur út á lokun fyrir öllum veiðarfærum.

Í samþykktinni var þess krafist að reglugerðarhólfi fyrir togveiðum út af Sandgerði yrði lokað fyrir öllum veiðum til og með 31. maí. Samþykktin hefur margsinnis verið ítrekuð, síðast á fundi með ráðherra 5. mars sl.

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...