Kjölfestuvatn - siglingaráð hvetur umhverfisráðherra að setja skýrar reglur - Landssamband smábátaeigenda

Kjölfestuvatn - siglingaráð hvetur umhverfisráðherra að setja skýrar reglur


Á fundi siglingaráðs 17. apríl sl. var samþykkt ályktun um losun kjölfestuvatns skipa. Í ályktuninni er umhverfisráðherra hvattur til að koma að málinu og setja nú þegar skýrar reglur um losun kjöfestuvatns skipa.


Ályktunin er eftirfarandi:

“Siglingaráð samþykkir og hvetur umhverfisráðherra til að setja skýrar reglur nú þegar um losun kjölfestuvatns (sjóballest) úr tönkum skipa innan íslenskrar efnahagslögsögu. Jafnframt hvetur siglingaráð umhverfisráðherra til þess að hlutast til um að alþjóðasamningur frá 13. febrúar 2004 og viðauki við hann, um eftirlit og stjórnun sjóballestar og botnfalls frá skipum, verði fullgiltur.


Með aukinni stóriðju á Íslandi hefur fjölgun á siglingum stórra kaupskipa innan efnahagslögsögunnar stóraukist. Vegna sérhæfðra flutninga gerist það einnig í vaxandi mæli að skipin sigla án varnings til landsins og þá sjóballest tankar notaðir en úr þeim dælt við komu til landsins. Um getur verið að ræða þúsundir tonna af sjó sem dælt er í ballest tanka í öðrum heimshöfum. Með því getur skapast ákveðin hætta viðkvæms lífríkis við strendur og ár landsins.


Eðlilegt er að íslensk stjórnvöld geri allt sem í þeirra valdi stendur til þess að koma í veg fyrir flutninga á skaðlegum lífverum á milli hafssvæða.”

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...