Línuívilnun – LS óskar eftir viðræðum við sjávarútvegsráðherra - Landssamband smábátaeigenda

Línuívilnun – LS óskar eftir viðræðum við sjávarútvegsráðherra


Á síðasta aðalfundi LS var samþykkt að skora á sjávarútvegsráðherra að hækka ívilnunarstuðul þorsks sem veiddur væri á línu af dagróðrabátum úr 16% í 20%.

Jafnframt var ráðherra hvattur til að beita sér fyrir þvi að lög um línuívilnin yrði breytt, þ.a. bátur haldi ívilnun þó hann landi í annarri höfn en farið væri frá og allir dagróðrabátar sem róa með landbeytta línu eða beitingatrekt (stokkað upp í landi) njóti línuívilninar.

Viðræður við ráðherra hafa enn ekki leitt til breytinga sem ganga í átt til samþykkta aðalfundar.


Á stjórnarfundi LS 7. mars sl. kom málið til umræðu og var ákveðið að óska að nýju eftir fundi með ráðherra til að knýja á um framgang samþykktanna. Það hefur nú verið gert og er vonast til að ráðherra fundi með LS innan skamms.


Þess má geta að samkvæmt vef Fiskistofu var aðeins rúmur þriðjungur þess sem ætlaður var til línuívilnunar í þorski á fyrstu tveimur tímabilum þessa fiskveiðiárs, 1. sept - 30. nóv og 1. des til 29. febrúar, nýttur. Breyting á reglum er því afar nauðsynleg og nægt svigrúm til að línuívilnun í þorski gildi fyrir alla dagróðrabáta.

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...