Línuívilnun nái til allra dagróðrabáta - Landssamband smábátaeigenda

Línuívilnun nái til allra dagróðrabáta


Í dag fundaði línuívilnunarnefnd LS með sjávarútvegsráðherra. Nefndin lét í ljós áhyggjur yfir því hversu mikil fækkun hefur orðið á bátum sem njóta línuívilnunar og að þorskafli sem ætlaður er til ívilnunar muni ekki nýtast.


Það sem af er fiskveiðiárinu hefur einungis 1.165 tonn komið til ívílnunar af 3.375 tonnum sem skiptist á 223 báta. Á fiskveiðiárinu 2004/2005 voru alls 300 bátar sem fengu línuívilnun.


Línuivilnunarnefnd LS ítrekaði fyrri óskir um að allir dagróðrabátar fái línuívilnun. Stuðullinn verði hækkaður úr 16% í 20% hjá þeim sem nú njóta ívilnunar og verði 10% hjá vélabátum.

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...