Í dag 13. maí hafa krókaaflamarksbátar veitt rúm 2.500 tonn af steinbít, sem svarar til um 52% af úthlutuðum kvóta hans.
Samsvarandi stærðir í aflamarkinu eru um sjöþúsund tonn og 90%.
Í þorski er afli krókaflamarksbáta kominn í 17.600 tonn sem eru tveir þriðju af kvóta þeirra.
Hraðast hefur gengið á ýsukvótann, búið að veiða um 15 þúsund tonn eða rúm 70% kvótans.
Heimild: www.fiskistofa.is