Noregur – þorskveiði hefur aldrei verið betri - Landssamband smábátaeigenda

Noregur – þorskveiði hefur aldrei verið betri


Það er víða en hér sem þorskveiði er góð. Frá Noregi berast ótrúlegar sögur af fiskiríinu.


Sjötugur sjó- og útgerðarmaður í Tromsø sem stundað hefur þorsknetaveiðar frá 1964 segir svo frá:
„Ég hef aldrei upplifað aðra eins þorskveiði og á vertíðinni í ár. Í síðasta róðrinum þegar ég hafði dregið öll netin, vantaði mig aðeins upp á að fylla kvótann. Ég lagði því eina 25 neta trossu og til að fá ekki of mikið lét ég hana liggja stutt. Dró eftir 3 klst. Í henni voru 3 tonn af bolta þorski.“


„Kannski segja fiskifræðingarnir að ég hafi dottið niður á áður óþekktan blett og jafnvel að ég hafi haft ný veiðarfæri, nýjan bát o.s.frv. En því er nú ekki til að dreifa. Í þessi 44 ára sem ég hef stundað veiðar hef ég alltaf verið á sama bátnum og lagt netin á sömu blettina“.


Spurning hvort veiðar Norðmannsins séu ekki lengsta netarall sögunnar?

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...