Hafrannsóknastofnunin - vill takmarka þorskveiðar enn frekar - Landssamband smábátaeigenda

Hafrannsóknastofnunin - vill takmarka þorskveiðar enn frekar


Þvert ofan í reynslu sjómanna af ástandi þorskstofnsins ráðleggur Hafrannsóknastofnunin stjórnvöldum að draga enn úr þorskveiðum.


Tillaga stofnunarinnar er að á næsta ári verði veidd 124 þús tonn af þorski, sem er 6 þús. tonnum minna en á yfirstandandi fiskveiðiári.


Þetta eru gríðarleg vonbrigði og sýnir betur en oft áður að himinn og haf eru á milli skoðanna vísindindamanna Hafró og reynslu sjómanna.


Auk þessa er m.a. lagt til að
ýsukvótinn verði 83 þús tonn, minnkar um 17 þús. tonn 17%,
heimilt verði að veiða 50 þús. tonn af ufsa, sem er þriðjungi minna en nú er
steinbítskvótinn verði 12 þús. tonn sem er 500 tonna minnkun milli ára.


Myndin sem hér fylgir er úr kynningarefni Hafró:

Picture 5.png

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...