Nú fyrst fer niðurskurðurinn að bíta - Landssamband smábátaeigenda

Nú fyrst fer niðurskurðurinn að bíta


Þegar tilkynnt var um niðurskurð þorskveiðiheimilda á síðasta ári um heilan þriðjung, gátu margir brugðist við með fluttningi aflaheimila á milli ára. Þannig gátu viðkomandi deyft áhrif hins hrikalega niðurskurðar um sinn - í von um aukningu að ári.
Nú, ári síðar, þegar ljóst er að áfram skal keyrt á sömu þorskveiðiheimildum (130 þús. tonn - minna en nánast í heila öld) fer niðurskurðurinn fyrst að bíta.
Í þokkabót leggur Hafrannsóknastofnunin til gríðarlegan niðurskurð í öðrum tegundum sem eru mjög mikilvægar fyrir smábátaflotann. Á þessari stundu er ekki vitað hvernig sjávarútvegsráðherra bregst við í þeim efnum.

Á örskömmum tíma hafa erlend lán sem tekin hafa verið til kaupa bæði á aflaheimildum og bátum hækkað um allt að 30 - 35%. Á sama tíma hefur olía hækkað milli 40 - 50%, sem og öll aðföng og viðhald. Ofaná allt bætist að fiskverð fer lækkandi, eins og yfirleitt gerist um sumartímann. Býr einhver atvinnugrein í landinu við hliðstætt rekstrarumhverfi?

Það er enginn vafi á því að þetta ástand, að óbreyttu, mun sliga mörg lítil sem stór útgerðarfyrirtæki.

LS lýsir eftir hinum svokölluðu mótvægisaðgerðum. Ekki einn einasti smábátaeigenadi hefur haft samband við skrifstofu LS til að lýsa ánægju með þær - eða yfirleitt orðið var við einhverjar slíkar aðgerðir.
Á hinn bóginn eru innhringingarnar orðnar óteljandi þar sem spurt er eftir þeim.

Hvað dvelur?

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...