Áskorun - NMT farsímakerfið verði framlengt um eitt ár - Landssamband smábátaeigenda

Áskorun - NMT farsímakerfið verði framlengt um eitt ár


Á fundi stjórnar LS 10. júlí var rætt um hvað tæki við verði NMT farsímakerfið aflagt í lok þessa árs eins og áætlanir gera ráð fyrir.


Í lok umræðunnar var eftirfarandi samþykkt:

„Stjórn LS skorar á hstv. samgönguráðherra að framlengja líftíma NMT farsímakerfisins um eitt ár.“


Í greinargerð með samþykktinni segir:
„Þar sem 3G kerfi það sem ná á til sjómanna er rétt við það að komast í gang og engin reynsla komin á áreiðanleika þess, telur stjórn Landssambands smábátaeigenda ekki forsvaranlegt út frá öryggisjónarmiðum að slökkva á NMT farsímakerfinu að svo stöddu.“

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...