Færeyjar – skerðing veiðidaga mætir hörðum viðbrögðum á Lögþinginu - Landssamband smábátaeigenda

Færeyjar – skerðing veiðidaga mætir hörðum viðbrögðum á Lögþinginu


Eins og greint var hér frá í gær vill Thorbjörn Jacobsen sjávarútvegsráðherra Færeyja skerða veiðidaga um helming vegna bágs ástands veiðistofna við eyjarnar.


Tillaga sjávarútvegsráðherra er nú rædd á Lögþinginu og öðlast ekki gildi fyrr en hún hefur verið samþykkt eftir þriðju umræðu.


Að sögn Auðuns Konráðssonar formanns Meginfelags ÚtróðrarmannaAudunn_DSCF0005_3.jpg hefur tillaga ráðherrans mætt mikilli andstöðu þingheims. Hagsmunaaðilar allir sem einn beita miklum þrýstingi gegn tillögunni og nú þegar liggur fyrir að helmingur þingheims styður ekki tillögu Thorbjörns Jacobsens.


Á færeyska þinginu sitja 32 þingmenn, þar sem stjórnarflokkarnir hafa 17 þingmenn en stjórnarandstaðan 15.


Það vekur athygli sjómanna í Færeyjum að þrátt fyrir að Hafrannsóknastofnun þeirra mæli nú hrygningastofninn þann minnsta í sögu mælinga þar, að þá skuli stofnunin mæla seiðavísitölu sem frá stofninum kemur vel fyrir ofan meðallag.

Mynd: Auðunn Konráðsson

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...