Smábátaútgerðin verði efld - Landssamband smábátaeigenda

Smábátaútgerðin verði efld


Stjórn LS hélt árlegan sumarfund 10. júlí sl. Á næstu dögum verður greint frá fundinum hér á heimasíðunni og samþykktum sem þar voru gerðar.

Meðal dagskrárliða fundarins var svar sjávarútvegsráðherra við áliti mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna.


Í niðurstöðu af viðamikilli greiningu á viðskiptum smábátaeigenda með aflaheimildir, sem sjávarútvegsráðuneytið óskaði eftir að félagið ynni, kom í ljós að mikill meirihluti þeirra sem nú eru í smábátaútgerð hafa keypt megnið af sínum veiðiheimildum.

Á fundinum kom fram undrun og óánægja með að í svari sjávarútvegsráðherra skuli ekki vera eytt þeirri óvissu sem álit mannréttindanefndarinnar skapar hjá útgerðaraðilum.


Eftirfarandi ályktun var samþykkt:

„Stjórnarfundur LS hinn 10. júlí 2008 skorar á stjórnvöld að standa vörð um
rekstrarumhverfi smábátaútgerðarinnar og leita allra leiða til að styrkja hana
og efla við breytingar á fiskveiðikerfinu sem boðaðar eru í svari
sjávarútvegsráðherra við áliti mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna.“

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...