Úthlutun byggðakvóta - Landssamband smábátaeigenda

Úthlutun byggðakvóta


Nú þegar rúmur mánuður er eftir af fiskveiðiárinu er auglýst eftir umsóknum um byggðakvóta. Úthlutun yfirstandandis fiskveiðiárs byggir reglugerð nr. 605, 24. júní 2008.

Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um byggðakvóta til fiskiskipa fyrir eftirtalin byggðarlög:

Sveitarfélagið Árborg (Eyrarbakki)
Sveitarfélagið Ölfus ( Þorlákshöfn)
Snæfellsbær ( Rif og Ólafsvík)
Blönduósbær ( Blönduós)
Langanesbyggð ( Þórshöfn og Bakkafjörður)
Fjarðabyggð (Fáskrúðsfjörður og Stöðvarfjörður)


Auk reglugerðarinnar er vísað til sérstakra úthlutunarreglna sbr. auglýsingu nr. 711/2008 í Stjórnartíðindum sem gildir um eftirtalin byggðalög.

Árneshreppur ( Norðurfjörður)
Kaldrananeshreppur (Drangsnes)
Grímseyjarhreppur (Grímsey)
Borgarfjarðarhreppur ( Borgarfjörður eystri)
Seyðisfjörður

Umsóknarfrestur er til og með 7. ágúst 2008
Umsóknum skal skilað til Fiskistofu á eyðublaði sem er að finna á heimasíðu stofunnar.

--------

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...