Elding – skötuselur verði utan kvóta sem meðafli - Landssamband smábátaeigenda

Elding – skötuselur verði utan kvóta sem meðafliAuk þess að hvetja sjávarútvegsráðherra til að auka veiðiheimildir í þorski ræddi stjórn Eldingar á fundi sínum þann 17. ágúst um línu- og handfæraívilnun, skötusel og rafræna afladagbók. Eftirfarandi var samþykkt:


Stjórn Eldingar leggur til vegna stóraukins skötuselsafla og útbreiðslu við Ísland, verði skötuselur utan kvóta sem meðafli frá Snæfellsnesi norður og austurum til Austfjarða.


Stjórn Eldingar leggur til að línuívilnun verði hækkuð í 20%. Einnig að tekin verði upp handfæraívilnun, til að koma í veg fyrir að handfæraveiðar leggist af.


Stjórn Eldingar mótmælir því að skylt verði að nota rafræna afladagbók, þess í stað verði þeim sem kjósa núgildandi form við skráningu afla heimilað það áfram.

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...