Grásleppuveiðum lýkur 18. ágúst - Landssamband smábátaeigenda

Grásleppuveiðum lýkur 18. ágústSjávarútvegsráðuneytið hefur gefið út reglugerð þar sem leiðrétt er tímabil grásleppuveiða í innanverðum Breiðafirði. Í reglugerð um hrognkelsaveiðar var veiðitímabilið á svæðinu aðeins 81 dagur en átti að vera 90 dagar.

Ástæður þess að 9 daga vantaði upp á tímabilið, sem velja mátti 50 veiðidaga á, má rekja til þess þegar samkomulag náðist við æðarbændur um að hefja ekki veiðar í innanverðum Breiðafirði fyrr en 20. maí. Við þá breytingu var ekki bætt við dögum aftan við tímabilið eins og átti að gera.

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...