Sirrý og Guðmundur Einarsson skera sig úr - Landssamband smábátaeigenda

Sirrý og Guðmundur Einarsson skera sig úr


Þegar fjórir dagar eru eftir af fiskveiðiárinu er ljóst að tveir bátar skera sig úr í aflamagni á árinu. Sirrý ÍS er hæst og er nú komin með 1.247 tonn og Guðmundur Einarsson ÍS hefur veitt 1.183 tonn. Báðir bátarnir eru gerðir úr frá Bolungarvík.


Samkvæmt aflatölum frá Fiskistofu er ljóst að ekki fleiri krókaflamarksbátar en áðurnefndir ná þeim stórkostlega árangri að fara yfir þúsund tonn á fiskveiðiárinu.

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...