Aðalfundir Árborgar og Félags smábátaeigenda á Austurlandi - Landssamband smábátaeigenda

Aðalfundir Árborgar og Félags smábátaeigenda á AusturlandiÁ morgun miðvikudaginn 17. september verður aðalfundur Árborgar. Fundurinn verður haldinn í Rauða húsinu á Eyrarbakka og hefst kl 17:00.
Formaður Árborgar og fulltrúi félagsins í stjórn LS er Þorvaldur Garðarsson.


Föstudagurinn 19. september verður fundardagur Félags smábátaeigenda á Austurlandi. Félagið heldur aðalfund sinn á Hótel Héraði Egilsstöðum og hefst hann kl 13:30.
Formaður Félags smábátaeigenda á Austurlandi sem jafnframt er fulltrúi þess í stjórn LS er Ólafur Hallgrímsson.


Örn Pálsson framkvæmdastjóri LS mætir á báða fundina svarar fyrirspurnum og greinir frá því helsta sem er á döfinni.


Félagar í Árborg og Austurlandi eru hvattir til að fjölmenna til aðalfundanna, taka þátt í umræðum og hafa þannig áhrif á það sem samþykkt verður sem veganesti fyrir fulltrúa félaganna á aðalfund LS.

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...