Aðalfundir Króks, Farsæls og Hrollaugs - Landssamband smábátaeigenda

Aðalfundir Króks, Farsæls og Hrollaugs


Í þessari viku halda þrjú svæðisfélög LS aðalfundi.


Á morgun, þriðjudag, verður aðalfundur Strandveiðifélagsins Króks. Fundurinn verður haldinn í Hópinu á Tálknafirði og hefst kl. 20:00


Fimmtudaginn 25. september heldur Farsæll í Vestmannaeyjum aðalfund sinn. Fundurinn hefst kl. 17:00


Aðalfundur Hrollaugs á Höfn verður í Víkinni laugardaginn 27. september. Fundurinn hefst kl 15:00.


Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna á fundina, taka þátt í umræðu og afgreiðslu tillagna.


Örn Pálsson framkvæmdastjóri LS mætir á alla fundina.

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...