Aðalfundur Snæfells 2008 - Landssamband smábátaeigenda

Aðalfundur Snæfells 2008


Í gær, 14. september, var haldinn aðalfundur Snæfells félags smábátaeigenda á Snæfellsnesi. Fundurinn var á Hótel Framnesi Grundarfirði og var mæting mjög góð.


Fjölmörg málefni komu til umræðu og var fundarmönnum heitt í hamsi þegar rædd var ákvörðun stjórnvalda að auka ekki þorskkvótann. Töldu fundarmenn það miður að þau tækju ekki tillit til sjónarmiða sjó- og útgerðarmanna.


Ekki var síður fjörug umræðan um byggðakvótann. Úthlutun hans var gagnrýnd og ályktun samþykkt um að leggja hann af.Snaefell 2008100_9875.jpg


Fram kom á fundinum að viðræður um gerð kjarasamnings milli LS og sjómannasamtakanna mundu hefjast að nýju nú í september. Einnig að stjórn LS hefði samþykkt samning um launakjör beitningamanna þar sem viðsemjandinn hefði verið Starfsgreinasambandið.


Þá var á fundinum samþykkt að óska eftir að lögum um greiðslumiðlun innan sjávarútvegsins yrði breytt. Afnema bæri miðlun til lífeyrissjóðs og tryggingamála.


Samþykktum fundarins verður gerð skil síðar.


Stjórn Snæfells skipa eftirtaldir:

Alexander Friðþjófur Kristinsson formaður
Jóhann Rúnar Kristinsson gjaldkeri
Gestur Hólm Kristinsson ritari
Heiðar Magnússon
Bárður Guðmundsson


Mynd fv.:
Gestur Hólm Kristinsson, Örvar Marteinsson, Bárður Guðmundsson, Alexander F. Kristinsson, Jóhann Rúnar Kristinsson og Heiðar Magnússon.

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...