Marinó Jónsson látinn - Landssamband smábátaeigenda

Marinó Jónsson látinn


Hinn 24. ágúst sl. lést í Reykjavík Marinó Jónsson, trillukarl frá Bakkafirði. Marinó fæddist 6. nóvember 1961.

Marinó sat í stjórn LS frá árinu 2006 til dauðadags. Hann var fulltrúi Fonts, félags smábátaeigenda frá Kópaskeri til Vopnafjarðar.

Marinó verður jarðsunginn frá Skeggjastaðakirku n.k. laugardag og hefst athöfnin kl. 14:00.

Marinó er hér með þakkað fyrir vel unnin störf í þágu trillukarla.

Eiginkonu Marinós, Ólöfu Kristínu Arnmundsdóttur, börnum og öðrum aðstandendum er vottuð samúð.

Marino.jpg

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...