Smábátar hefja makrílveiðar - Landssamband smábátaeigenda

Smábátar hefja makrílveiðar


Í fyrra haust ákváðu tveir útgerðarmenn á Hornafirði að útbúa báta sína til makrílveiða. Fyrirmyndin var fengin frá Noregi og heimsóttu þeir norska trillukarla í upplýsingaleit. Hornfirðingarnir komu heim með mikla vitneskju og var útbúnaður til veiða brátt kominn um borð.


Í vor bættist svo þriðji báturinn við, Siggi Bessa, en fyrir voru Silfurnes og Sævar.


Það var svo upp úr miðjum ágúst að haldið var til veiða. Þegar tekið er mið af því að hér er um frumraun á makrílveiðum smábáta hafa fyrstu veiðiferðirnar skilað mikilli reynslu.makrill 013.jpg


Að sögn Unnsteins Þráinssonar hjá Erpi ehf sem gerir út Sigga Bessa er ljóst að mikið magn af makríl er á ferðinni fyrir austan. Siggi Bessa er mjög vel búinn leitartækjum sem Unnsteinn segir nauðsynleg.makrill 017.jpg


Alls hafa bátarnir skilað á sjöunda tonni á land af fyrsta flokks makríl. Engin spurning er um að þessar veiðar henta smábátum afar vel og verður þeim góð búbót skili markríllinn sér á Íslandsmið á næsta sumri. Þá skemmi það nú ekki fyrir að þetta er skemmtilegur veiðiskapur, sagði Unnsteinn.024.jpg


Myndirnar eru af markrílveiðum Sigga Bessa SF 97.

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...