Aðalfundur LS 2008 - þorskkvótinn verði aukinn nú þegar - Landssamband smábátaeigenda

Aðalfundur LS 2008 - þorskkvótinn verði aukinn nú þegarÁ aðalfundi LS var mikil og þung umræða um efnahagsástandið.  

Af því tilefni var eftirfarandi samþykkt:         

                         

24. aðalfundur Landssambands smábátaeigenda hefur miklar áhyggjur af bágu efnahagsástandi á Íslandi.  Fyrirsjáanlega eru miklir erfiðleikar í smábátaútgerð vegna hruns íslensku krónunnar, sem leiðir af sér mikla hækkun erlendra lána en flest öll lán íslensks sjávarútvegs eru í erlendri mynt.  Ennfremur hafa öll aðföng stórhækkað vegna gengisfalls krónunnar.  Smábátasjómenn minna á að þeir eru lífæðar margra sjávarþorpa allt í kringum landið og ætla að vera svo áfram, en til að svo megi vera þarf starfsumhverfið að vera í lagi. 

Það er krafa fundarins að stjórnvöld grípi nú þegar til eftirfarandi aðgerða:

§  Þorskkvótinn verði aukinn.

§  Línuívilnun verði breytt í krókaívilnun, verði hækkuð og nái til allra dagróðrabáta sem veiða með krókum.

100_0159.jpg

§  Auðlindagjald verði aflagt.

§  Lán verði aðlöguð núverandi aðstæðum, til dæmis með lengingu lána og aðeins séu greiddir vextir í tvö ár.

§  Tekin verði ákvörðun um jafnstöðuafla í þorski upp á 220 þúsund tonn til næstu þriggja ára.

§  Flutningskostnaður innanlands verði niðurgreiddur.

 

efnisyfirlit síðunnar

...