Fiskverð á mörkuðum tekur góðan kipp - Landssamband smábátaeigenda

Fiskverð á mörkuðum tekur góðan kippÍ dag spíttist fiskverð á mörkuðum upp. 

 

Selt var 51 tonn af óslægðum þorski og var meðalverð 317 kr/kg, þá voru boðin upp 6,7 tonn af slægðum þorski og þar var meðalverðið 348.

 

Ýsan var einnig á góðu flugi.  Meðalverð á 84,7 tonnum var 240 kr.

 

Hér er um afargóðar fréttir að ræða þar sem menn voru farnir að sjá þorskverðið í sömu tölu og það var fyrir ári.

Picture 7.png

Myndin sýnir meðalverð á mörkuðum á óslægðum þorski og ýsu.  Tímabilið er 6. október dagsins í dag.

 

 

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...