Samningur um ákvæðisvinnu við línu og net - Landssamband smábátaeigenda

Samningur um ákvæðisvinnu við línu og netFyrsti samningur LS um kjaramál er nú staðreynd.   Samið var við Starfsgreinasamband Íslands um ákvæðisvinnu við línu og net.

 

Samningurinn var undirritaður 8. júlí sl. og staðfestur af stjórn LS 10. júlí.  Starfsgreinasambandið hefur einnig staðfest samninginn.

 

Formaður samninganefndar LS var Pétur Sigurðsson varaformaður LS og formaður Kletts, en að hálfu Starfsgreinasambandsins stjórnaði Aðalsteinn Á. Baldursson, sviðstjóri matvælasviðs sambandsins og formaður Framsýnar á Húsavík, ferðinni.

 

Viðræður um samninginn stóðu yfir með hléum í 6 mánuði.

 

Sjá má samninginn hér á heimasíðunni undir samningar (hér til vinstri)

 

 

1 Athugasemdir

Ég hef nú lesið þennan samning og og skil hreint ekki vinnubrögðin hann, að því leiti sem snýr að beitningu og uppstokkun. Það sem að ég skil ekki að uppstokkun sé dregin af línubeitningu með skurði. Maður spyr sig vita menn ekki munin á beitningu og uppstokkun?

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...