Trefjar ehf. fagna 30 ára afmæli - Landssamband smábátaeigenda

Trefjar ehf. fagna 30 ára afmæliTrefjar ehf buðu til stórveislu sl. miðvikudag 12. nóvember í tilefni þess að 30 ár eru liðin frá stofnun fyrirtækisins.  Auk þess að fagna þeim tímamótum var tilefnið að lokið var smíði á fyrsta skipinu í nýrri skipasmíðastöð Trefja við Óseyrarbraut 29 í Hafnarfirði.

Skipasmíðastöðin er öll hin glæsilegasta og bregður viðskiptavinum örugglega í brún þegar þeir koma í hið nýja húsnæði.  Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Einar Kristinn Guðfinnsson klippti á borða af þessu tilefni og flutti ávarp.  Meðal þess sem ráðherrann sagði var að glæsileg skipasmíðastöð væri ótvíræður vitnisburður um hina öflugu smábátaútgerð á Íslandi sem væri einsdæmi í heiminum.

 

Landssamband smábátaeigenda óskar eigendum Trefja ehf, Auðunni Óskarssyni og fjölskyldu og starfsfólki til hamingju með glæstan árangur í 30 ára starfsemi fyrirtækisins og velgengni um alla framtíð.

 

Myndir frá hófinu  

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...