Bætt aðgengi fiskkaupenda að afla sem fyrirhugað er að flytja óunninn úr landi - Landssamband smábátaeigenda

Bætt aðgengi fiskkaupenda að afla sem fyrirhugað er að flytja óunninn úr landiSkömmu fyrir jól varð að lögum frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um breytingar lögum um nytjastofan sjávar.  Markmið breytinganna er að bæta aðgengi fiskkaupenda að afla sem ekki hefur verið endanlega vigtaður hér á landi og því fyrirhugað að flytja úr landi. 

 

Samkvæmt hinu nýja lagaákvæði skulu upplýsingar um óunninn afla sem fyrirhugað er að selja á fiskmarkaði erlendis vera birtar á opnum uppboðsvef uppboðsmarkaðar fyrir sjávarafla þar sem aflinn skal boðinn upp þar sem tilgreint er lágmarksverð.

 

Lagabreytingin tekur gildi 1. febrúar 2009.

 

Í umræðum um frumvarpið kom fram gagnrýni á það og skiluðu tveir nefndarmenn sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar séráliti.

 

Grétar Mar Jónsson skipaði 1. minni hluta nefndarinnar, hann telur að nauðsynlegt sé að fylgja ákvæði um lágmarksverð eftir með viðurlögum ef það er hærra en söluverð erlendis.

 

Atli Gíslason skipar 2. minni hluta sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar, hann telur að í ljósi stöðunnar í þjóðfélaginu sé nauðsynlegt að heimila ekki útflutning á óunnum afla til löndunar og sölu á fiskmörkuðum erlendis á tímabilinu 1. mars 2009 til 31. desember 2009.

 

Sjá nánar:

 

            Umræður

 

            Nefndarálit meiri hluta sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar

 

            Nefndarálit 1. minni hluta

 

            Nefndarálit 2. minnihluta

 

            Lög

 

  

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...