Breyting á lögum um stjórn fiskveiða - geymsluréttur í 33% - Landssamband smábátaeigenda

Breyting á lögum um stjórn fiskveiða - geymsluréttur í 33%Rétt fyrir jól samþykkti alþingi frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um aukinn geymslurétt.  Með lagabreytingunni verður heimilt að færa 33% af aflamarki hverrar botnfisktegundar frá einu fiskveiðiári yfir á það næsta. 

 

Það eru vonbrigði að ekki var tekið tillit til sjónarmiða LS um að hafa prósentu óbreytta en að geymsluréttur næði einnig til þeirra sem leigja til sín aflamark.  Það er þó ekki útilokað að svo verði þar sem í nefndaráliti meirihluta sjávarútvegsnefndar kemur fram að fjallað hafi verið um málið.  Nefndin taldi hins vegar að slík breyting mundi þarfnast frekari útfærslu þar sem lagt yrði mat á hvernig hún yrði best framkvæmd og beindi því til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að kanna þennan möguleika frekar.

 

Nánar

            Umræður

            

            Nefndarálit


            Lög

             

 

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...