Frábært framtak - Landssamband smábátaeigenda

Frábært framtakÁrið 2004 hóf Árni Björn Árnason, fyrrverandi starfsmaður Slippstöðvarinnar á Akureyri til áratuga, að safna heimildum um skip og báta smíðaða í Eyjafirði.  Hann orðar það svo á heimasíðu sinni: „skipasmíðastöðvar og einstaka skipasmiði svo og báta og skip þessara aðila, sem byggðir hafa verið innan útvarða Eyjafjarðar, Hvanndalabjargs að vestan og Gjögurs að austan".  Síðan er www.aba.is

Árni Björn rekur söguna frá því Helgi Magri (846-908) lagði skipi sínu að Festarkletti innst að austanverðu í Eyjafirði.

Þetta framtak Árna er einstakt og á hann svo sannarlega lof skilið.  Þeir sem geta lagt honum lið í upplýsingasöfnuninni eru hér með hvattir til dáða.  Veffang hans er aba@tpostur.is    

  
 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...