LS hefur tekið saman sölu á þorski og ýsu á íslenskum fiskmörkuðum á fyrsta þriðjungi fiskveiðiársins og borið saman við sama tímabil 2007.
Einnig var meðalgildi helstu gjaldmiðla og gengisvísitölunnar skoðað á sömu tímabilum.
Frá 1. september til 31. desember sl. voru rúm 6 þúsund tonn af þorski seld á mörkuðunum, sem er 54% aukning frá sama tímabili í fyrra. Meðalverðið nú var 296 kr/kg en var 266 krónur í fyrra, hækkun um 11%.
Mun meira var selt af ýsu á mörkuðunum en þorski.
Á fyrrgreindu tímabili voru seld 11.245 tonn á móti 10 þúsund tonnum 2007. Meðalverð ýsunnar var 168 kr/kg sem er 21 krónu hærra en á sömu mánuðum 2007.
Það er mikið áhyggjuefni að fiskverðið hefur engan vegin náð að þróast í takt við gengið. Á meðan smábátaeigendur sjá 11% hækkun á þorski og 14% í ýsu hafa 1000 evrur skilað að meðaltali 155 þús krónum síðustu fjórum mánuðum sl. árs á móti 89 þúsundum í sömu mánuðum 2007, sem er hækkun um 75%. Tölur fyrir sterlingspund er 48% hækkun, dollar 87% og gengisvísitala er 74% hærri.
Þegar allt er tekið saman þarf því engan að undra að það tekur á að gera út um þessar mundir þegar breytingar á fiskverði eru ekki í takt við fall krónunnar.
Sjá nánar:
Fiskverð.pdfGengisþróun.pdfUnnið upp úr gögnum frá rsf og seðlabankanum: