Hreinskilið svar - Landssamband smábátaeigenda

Hreinskilið svar


Fyrr í dag var nokkrum fulltrúum úr sjávarútvegi gefinn kostur á að hitta Michael Köhler, ráðuneytisstjóra sjávarútvegmála hjá Evrópusambandinu.  Formaður LS sat fundinn.  

Michael Köhler útskýrði eitt og annað varðandi hina sameiginlegu sjávarútvegsstefnu ESB og svaraði spurningum.

Formaður LS spurði ráðuneytisstjórann eftirfarandi spurningar:

„Hversu líklegt er að Ísland fái varanlega undanþágu frá hinni sameiginlegu sjávarútvegsstefnu ESB“?

Svarið kom að bragði:  „Afskaplega ólíklegt“.
 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...