Hrollaugur hvetur til varfærni við gulldepluveiðar - Landssamband smábátaeigenda

Hrollaugur hvetur til varfærni við gulldepluveiðarÍ gær var haldinn fundur í Hrollaugi smábátafélag Hornfirðinga

Fjölmargt var rætt á fundinum og almenn gott hljóð í mönnum, enda virðist vera gott ástand í hafinu hvað fisk varðar allt í kringum landið.

Í lok fundar var eftirfarandi ályktun samþykkt:

„Félagsmenn í Hrollaugi eru ánægðir með og lýsa fullum stuðningi við þá ákvörðun sjávarútvegsráðherra að úthluta hvalveiðikvóta til næstu fimm ára.  Nóg er af hval í sjónum og Íslendingar verða að nýta allar auðlindir hafsins með sjálfbærum hætti.  

Jafnframt fagna félagsmenn aukningu þorskkvóta, hún var löngu tímabær.

Félagar í Hrollaugi hafa hins vegar áhyggjur út af gulldepluveiðum með flotvörpu því etthvað virðist meira koma í trollið annað gulldepla.  Hrollaugur hvetur til að verði farið varlega í þær veiðar og stundarhagsmunir verði ekki látnir ráða för.“

 

Formaður Hrollaugs er Unnsteinn Þráinsson

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...