Stjórn Eldingar - loksins endurspegla tölur Hafró skoðanir sjómanna - Landssamband smábátaeigenda

Stjórn Eldingar - loksins endurspegla tölur Hafró skoðanir sjómannaStjórn Eldingar kom saman til fundar 12. janúar sl.   Meðal þess sem samþykkt var á fundinum var eftirfarandi:

 

„Stjórn Eldingar tekur heilshugar undir með bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar um tafarlausa aukningu aflamarks í þorski um að minnsta kosti 50 þúsund tonn á þessu ári.   

Jafnframt um betri nýtíngu línuívilnunarinnar.

 

Stjórn Eldingar gagnrýnir harðlega ágiskanir Hafró varðandi stofnstærð þorsks.   Fjölmargir aðilar, meðal annars smábátamenn, vöruðu við niðurskurðinum árið 2007 sem valdið hefur þjóðinni stórtjóni í töpuðum mörkuðum fyrir þorsk.   

Nú hefur Hafró loksins fundið  þorskinn en trúir ekki sínum eigin tölum.  Fjöldi  sjómanna hefur bent á að mun meiri þorskur er á slóðinni en áður og alls engin tilfinning að þorskstofninn sé að niðurlotum kominn þannig að ljóst er að niðurskurður þorskkvótans var stórkostlegt slys og tjón fyrir þjóðina.“


Ályktun í heild.pdf

Stjórn Eldingar.pdf

 

 

 

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...