Trillukarlar á Austurlandi fagna ákvörðun um hvalveiðar - Landssamband smábátaeigenda

Trillukarlar á Austurlandi fagna ákvörðun um hvalveiðarStjórn Félags smábátaeigenda á Austurlandi fundaði í gær og samþykkti eftirfarandi:

„Stjórn Félags smábátaeigenda á Austurlandi fagnar ákvörðun sjávarútvegsráðherra, Einars K. Guðfinnssonar, um að leyfa hvalveiðar.  Telur stjórnin að ákvörðunin sé byggð á vísindalegum rökum.

Hvetur stjórnin forsvarsmenn hvalaskoðunarfyrirtækja og hvalveiðimanna til að vinna saman.

Á þann hátt er hægt að nýta og njóta.

 

Einnig lýsir stjórnin ánægju sinni með löngu tímabæra aukningu þorskveiðiheimilda.

 

Borgarfirði eystra 28.01.2009

Ólafur Hallgrímsson formaður“

 

 

 

 

 

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...