Dragnótaveiðar - brottkast á ýsu rúm 13% - Landssamband smábátaeigenda

Dragnótaveiðar - brottkast á ýsu rúm 13%Hafrannsóknastofnunin hefur birt niðurstöður mælinga á brottkasti botnfiska 2007.  Í skýrslunni sem birt er í riti stofnunarinnar, Fjölriti nr. 142, má lesa ótrúlega niðurstöðu þegar horft er til brottkasts á ýsuafla dragnótabáta. Það hlýtur að liggja fyrir að Hafrannsóknastofnunin banni veiðar á ýsu með dragnót nú þegar.

 

Í skýrslunni kemur fram að á árinu 2007 lönduðu dragnótabátar 12.846 tonnum af ýsu, en veiðin var hins vegar 1.690 tonnum meiri.  Brottkast er því 13,16% landaðs afla eða um 2,5 milljónir fiska sem fleygt var í hafið.

 

Í skýrslunni kemur fram að sú aðferð sem notuð er til mælinga á brottkasti og niðurstöður eru byggðar á skilgreini lágmarksbrottkast á Íslandsmiðum.

 

 

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...