Grásleppunefnd LS fundar um komandi vertíð - Landssamband smábátaeigenda

Grásleppunefnd LS fundar um komandi vertíð


Í dag hélt Grásleppunefnd LS árlegan fund sinn um horfur fyrir komandi vertíð.  Að venju voru mörg mál á dagskrá, t.d. varðandi breytingar á reglugerð um hrognkelsaveiðar.  Flestar eru þær smávægilegar.

 

Á fundinum kom m.a. fram að hlutdeild Íslands í heildarveiðinni á síðasta ári var yfir 40%, sem er sú hæsta síðan 1985.  

 

Gríðarlegar kostnaðarhækkanir hafa orðið á öllum aðföngum.  Net, tunnur og flutningskostnaður hafa hækkað um 50-100%.  

 

Eftirfarandi samþykkt var gerð á fundinum:

 

„Á fundi Grásleppunefndar Landssambands smábátaeigenda í dag 11. febrúar var rætt um verð og markaðshorfur á komandi vertíð.

 

Nefndin er sammála um að þrátt fyrir erfiða stöðu á mörkuðum sjávarafurða, séu markaðir grásleppuhrogna í jafnvægi og birgðastaða ekki til þess að hafa áhyggjur af.  

 

Grásleppunefnd LS skorar á veiðimenn að hefja ekki veiðar fyrr en viðunandi verð og trygg sala hrognanna sé í hendi“. 


DSC00905.jpg

Grásleppunefnd LS 2009.  Fremri röð frá v. Ragnar Sighvatsson og Guðmundur Jónsson, aftari röð frá v. Einar Sigurðsson, Gunnar Gunnarsson og Reimar Vilmundarson.
 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...