Hafrannsóknastofnunin - ráðstefna um sjó og sjávarlífverur - Landssamband smábátaeigenda

Hafrannsóknastofnunin - ráðstefna um sjó og sjávarlífverurRáðstefna á vegum Hafrannsóknastofnuar verður haldinn á Hótel Loftleiðum nk. föstudag og laugardag, 20. og 21. febrúar.

 

Á ráðstefnunni munu vísindamenn stofnunarinnar og aðrir sem stundað hafa sjávarrannsóknir við Ísland flytja 26 erindi um rannsóknir sínar.

 

Meðal erinda verður „Hegðunarmynstur og farleiðir hrognkelsa á hrygningartíma, tryggð við hrygningarsvæði og veiðiálag á hrygningarsvæðum“. 

Sjá ágrip


„Ferðir þorsks;  rannsóknir með notkun rafeindamerkja“

Sjá ágrip


Einnig verður til sýnis fjöldi veggspjalda.  Má þar nefna:

„Vöxtur, kynþroski og frjósemi steinbíts“

Sjá ágrip 


Ráðstefnan er öllum opin og eru félagsmenn og aðrir hvattir til að fjölmenna og nema þann fróðleik sem fram verður reiddur.

 

Dagskrá ráðstefnunnar

 

 

 

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...