Hvað verður um fiskinn okkar? AB Seafood í Belgíu lýsir ánægju með dagróðrafisk frá Íslandi - Landssamband smábátaeigenda

Hvað verður um fiskinn okkar? AB Seafood í Belgíu lýsir ánægju með dagróðrafisk frá Íslandi „Fyrirtækið AB Seafood var stofnað fyrir fáeinum mánuðum af þeim Jan van Eenoo og Marc Vanhauwaert og er eitt nýjasta fisksölufyrirtækið á fiskmarkaðnum í Zeebrugge í Belgíu, sem er einn stærsti fiskmarkaður Evrópu.

 

AB Seafood kaupir fisk á markaðnum í Zeebrugge og er auk þess einn af fáum erlendum aðilum sem kaupir beint af íslenska fiskmarkaðnum.

 

Ég kaupi fisk á Íslandi daglega, segir Jan van Eenoo. Við erum með aðila á Íslandi sem sér um fiskinn, þar með talið að flökun og flutning með flugi til Liege.

 

Hann segir að flugfraktin sé öruggur flutningsmáti, meðan tafir geti orðið á sjó- og landflutningum, þær tafir séu bagalegar fyrir fyrirtæki sem þarf fisk á degi hverjum.

 

Auk þess sem kaupin eru gerð í gegnum uppboðskerfi RSF, fara allar greiðslur í gegnum Reiknistofu fiskmarkaða, einnig greiðslur fyrir flökun og umsýslu.

 

-Við kaupum bara fisk af dagróðrabátum. Við kaupum afla úr öllum veiðarfærum nema trolli, og mest af bátum af Snæfellsnesi.

 

-Við kaupum um 11 tonn af fiski á viku. Aflinn er í mesta lagi þriggja daga gamall þegar við fáum hann í hendur þannig að við erum með hágæðavöru, sem við endurpökkum og ísum og seljum til heildsala og einnig fer eitthvað til veitingastaða.

 

Við seljum fiskinn til Belgíu, Frakklands, Bretlands og Spánar. Við seljum mikið til Spánar, einkum Barcelóna og Madrid, þangað fer sending tvisvar í viku og þar á meðal er skötuselur.

 

Jan van Eeno er þess fullviss að fyrirtæki þeirra standist Norðmönnum snúning bæði hvað varðar gæði og ferskleika. Það er betra að keppa í gæðum en magni, segir hann.

 

Eftirspurnin er mikil og raunar meiri en þeir geta annað, en gæðin eru aðalatriðið.

 

-Það er auðvelt að finna nýja kúnna, en það er enn auðveldara að missa þá, ef hlutirnir eru ekki í lagi.

 

Fishing News International

 

Fréttin birtist á interseafood.com

 

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...