Þorskur orðinn jafn ódýr og ýsa - mikill munur á slægðu og óslægðu - Landssamband smábátaeigenda

Þorskur orðinn jafn ódýr og ýsa - mikill munur á slægðu og óslægðuÍ gær, 25. febrúar, voru alls seld rúm 94 tonn af þorski á fiskmörkuðunum.  Tæpur þrír fjórðu magnsins 69 tonn var selt slægt, en afgangurinn 25 tonn óslægt.  Það vekur athygli hversu mikill munur var á verði slægðs og óslægðs.  Meðalverð á óslægðum var aðeins 179 kr/kg, en söluverð á slægðum var 51 krónu hærra eða 28,5%.

 

Enn meiri munur var á ýsunni, en í þveröfuga átt.   Krónutalan var sú sama og í þorskinum óslægðri ýsu í hag.   Seld voru 91 tonn, þar af voru 56 tonn óslægð ýsa.  Meðalverð á henni voru 177 kr/kg sem er 40% hærra verð en fékkst fyrir slægða ýsu.

 

Eins og sjá má á þessum sölutölum á óslægðum þorski og ýsu var mismunur á verði aðeins 2 kr/kg, en svo lítill verðmunur hefur ekki verið frá í ágúst 2002.   

 

 

 

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...