Þróun verðs á leigukvóta í samræmi við fiskverð - Landssamband smábátaeigenda

Þróun verðs á leigukvóta í samræmi við fiskverðÍ dag voru skráð viðskipti hjá Fiskistofu með krókaaflamark, þar sem verð var hærra en 0 kr, 99 tonn.  Meðalverðið var 154 kr/kg.   Í byrjun janúar var meðalverð hins vegar 208 krónur, verðið hefur því lækkað um 26% á þessum tíma.

 

Þegar meðalverð á slægðum þorski á fiskmörkuðunum sömu daga er skoðað kemur í ljós að lækkun þar er sambærileg og á leigukvótanum - 25%.  Í upphafi ársins var slægður þorskur seldur á 296 kr/kg, en í dag var meðalverðið 222 krónur á fiskmörkuðunum. 

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...