Grásleppuveiðar - 67 byrjaðir veiðar - Landssamband smábátaeigenda

Grásleppuveiðar - 67 byrjaðir veiðar


 

Leyfilegt var að hefja grásleppuveiðar 1. mars á svæði G sem er sunnan Garðskaga og austur að Hvítingum.  Öll svæðin opnuðu svo 10. mars.  

Ráðherra ákvað að breyta útgefinni reglugerð og fjölga sóknardögum.  Samkvæmt gildandi reglugerð eru þeir því 55, en ekki 50 eins og verið hefur undanfarin ár og LS, grásleppunefnd LS og mikill meirihluti grásleppuveiðimanna var sáttur við. 

Veiði hófst 10. mars en þá lögðu alls 29 bátar og í dag eru 67 komnir með net í sjó.  Að sögn veiðimanna sem haft hefur verið samband við er veiðin í lagi úti fyrir Norðurlandi, en mætti vera betri á svæðinu Raufarhöfn til með Vopnafjörður.

 

Sjá frétt frá Bakkafirði


 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...