Lengingu sjávarútvegsráðherra á grásleppuvertíð harðlega mótmælt - Landssamband smábátaeigenda

Lengingu sjávarútvegsráðherra á grásleppuvertíð harðlega mótmælt


Eins og fram kom í gær fundaði stjórn Landssambands smábátaeigenda föstudaginn 20. mars s.l.  Fjölmörg mál voru til umfjöllunar.  Eitt þeirra var sú ákvörðun sjávarútvegsráðherra að lengja grásleppuvertíðina 2009 úr 50 dögum í 55.  

Af þessu tilefni samþykkti stjórn LS eftirfarandi:

„Stjórnarfundur Landssambands smábátaeigenda, haldinn í Reykjavík 20. mars 2009 lýsir miklum vonbrigðum með þá ákvörðun sjávarútvegsráðherra að ákveða, í algerri andstöðu við samþykktir LS, að lengja grásleppuvertíðina 2009. 

LS hefur undanfarin ár verið í góðu samstarfi við samtök grásleppuveiðimanna í þeim löndum þar sem hún helst veiðist, þ.e. á Nýfundnalandi, Grænlandi og Noregi, um að takmarka veiðarnar við það sem hinn viðkvæmi grásleppukavíarmarkaður þolir.

Með ákvörðun sjávarútvegsráðherra er þessu samstarfi stefnt í hættu, algerlega að óþörfu og án viðunandi rökstuðnings.  

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...