Hrygningarstopp, friðun þorsks og skarkola, hefst á morgun 1. apríl. Þá verða allar veiðar bannaðar á Vestursvæði sem er grunnslóðin útifyrir Suður- og Vesturlandi. Þetta er 5. árið í röð sem hrygningarstoppið er í því formi sem það er nú.
Málefnið var rætt á fundi stjórnar LS sem haldinn var 20. mars sl. Á fundinum var mótmælt núverandi framkvæmd hrygningarstopps.
Í umræðum kom m.a. fram að nauðsynlegt væri að endurskoða þörfina á því m.t.t. minnkandi sóknar, auk þess að leita eftir vitneskju um hverju það skilaði og hverju það sætti að veiðibannið næði einnig til línu- og handfæraveiða.
Sjá nánar:
Kort af friðunarsvæði.pdf
Reglugerð - Hrygningarstopp.doc.pdf