Óskalög sjómanna í Háskólabíói - Landssamband smábátaeigenda

Óskalög sjómanna í HáskólabíóiNæstkomandi sunnudag 3. maí verða stórtónleikar í Háskólabíói.  Þar mun Léttsveit Reykjavíkur halda sína árlegu vortónleika.  


Léttsveitin er fjölmennasti kór landsins - telur 106 konur á öllum aldri sem eiga það sameiginlegt að elska að syngja, eins og segir í fréttatilkyningu frá Léttsveitinni.


Tónleikarnir bera yfirskriftina „Óskalög sjómanna“ og eru tileinkaðir íslenskum sjómannskonum fyrr og nú.


Á efnisskránni eru aðallega lög og ljóð sem hljómuðu í óskalagaþætti sjómanna, Á frívaktinni, þar sem textarnir fjalla gjarnan um sjómannskonuna, sem bíður heima og lýsir tilfinningum sínum í ástar- og saknaðarljóðum.

 

Tónleikarnir „Óskalög sjómanna“ hefjast kl 17:00.

 

Sjá nánarÓskalög sjómanna.pdf


30. apríl - 

Það tilkynnist hér með að uppselt er orðið á tónleikana

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...