Reykjanes - viðhorf ráðherra ekki við hæfi - Landssamband smábátaeigenda

Reykjanes - viðhorf ráðherra ekki við hæfiStjórn Reykjaness - félags smábátaeigenda á Reykjanesi - samþykkti 20. apríl sl. eftirfarandi: 

 

„Stórn Reykjaness, félags smábátaeigenda á Reykjanesi, lýsir furðu sinni á viðhorfum ráðherra ríkisstjórnarinnar, til þeirra sem enn stunda undirstöðu-atvinnuveg þjóðarinnar.

 

Að heyra ráðherra tala frá hinu háa Alþingi  um „útgerðarauðvald“ og „sægreifa“ eins og hverja aðra ótínda glæpamenn, er meira en hægt er að sitja undir  þegjandi.

Að enn á ný skuli forystumenn þjóðarinnar leggjast svo lágt að nota sjávarútveginn til að fiska til sín athvæði með hótun um þjóðnýtingu, er ekki það sem sjávarútvegurinn þarf á að halda, nú á þessum tímum.“

 

Formaður Reykjaness er Halldór Ármannsson    

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...