Þriðjungs fjölgun á grásleppuveiðum - Landssamband smábátaeigenda

Þriðjungs fjölgun á grásleppuveiðumÍ dag voru 129 bátar byrjaðir grásleppuveiðar sem er þriðjungs fjölgun frá sama tíma í fyrra.


Grásleppuveiðimenn á Norðurlandi sjá nú loksins fyrir endann á veðurhamnum sem þar hefur geisað.  Algengt er að ekki gefið á sjó í eina viku.   Veiðimenn sem rætt var við í dag segja að brælan hafi örugglega valdið þeim miklu netatjóni auk aflamissi á góðum veiðitíma.


Rúmur helmingur þeirra sem byrjaðir eru stunda veiðar útifyrir N-landi, svæði E, sem afmarkast frá Skagatá austur að Fonti.   Fyrir sunnan Langanes hafa 28 bátar hafið veiðar sem er 12 bátum fleira en í fyrra.
 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...