Sóknarfæri í íslenskum sjávarútvegi - áform um strandveiðar - Landssamband smábátaeigenda

Sóknarfæri í íslenskum sjávarútvegi - áform um strandveiðarÍ gær kynnti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Steingrímur J. Sigfússon hugmyndir sínar að nýju veiðikerfi - strandveiðum.  Ráðherrann hyggst leggja fyrir Alþingi frumvarp strax að loknum kosningum þar sem úthlutun á byggðakvóta á yfirstandandi fiskveiðiári verður frestað og veiðiheimildir sem til hans eru ætlaðar nýttar í fyrirhuguðu strandveiðikerfi.

 

Í fréttatilkynningu ráðuneytisins er fyrirhuguðum breytingum ætlað „að skapa svigrúm fyrir breytta stefnu til styrkingar og örvunar atvinnustarfsemi í sjávarbyggðum.“

 

Í áformuðu strandveiðikerfi verður bátum minni en 15 brt. heimilt að stunda frjálsar handfæraveiðar á tímabilinu frá 1. maí til 31. ágúst.  Í veiðikerfinu verður aflamagn  takmarkað af þeim heildarafla sem ráðstafað verður hverju sinni.  Einnig verður fjöldi handfærarúlla á hvern bát takmarkaður, eingöngu heimilt að stunda veiðar á virkum dögum og hver dagróður verði að hámarki 12 klst.

 

Sjá nánar fréttatilkynningu.

 

Landssamband smábátaeigenda fagnar áformum ráðherra um frelsi til handfæraveiða en að sama skapi lýsir félagið vonbrigðum með að ætlunin sé að leggja byggðakvóta af. 

 

Samþykktir aðalfundar LS um þessi málefni eru:

 

„Að gefa handfæraveiðar frjálsar“

 

„Stjórnvöld standi vörð um byggðakvóta“

 

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...