Trillukarlar og útvegsmenn á Snæfellsnesi boða til fundar - Landssamband smábátaeigenda

Trillukarlar og útvegsmenn á Snæfellsnesi boða til fundarSnæfell félag smábátaeigenda á Snæfellsnesi og Útvegsmannafélag Snæfellsness hafa ákveðið að halda sameiginlegan fund í aðdraganda alþingiskosninganna 25. apríl nk. Til fundarins verður sérstaklega boðið efstu mönnum á listum framboðanna í kjördæminu. 

 

Fundurinn verður haldinn í félagsheimilinu Klifi Ólafsvík nk. mánudag, 20. apríl, kl. 20:00.

 

Fundurinn er öllum opinn og eru félagsmenn hvattir til að fjölmenna, taka þátt í umræðum og hlýða á hvað frambjóðendur hafa fram að færa í sjávarútvegsmálum.

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...