Grásleppuveiðin að nálgast 7000 tunnur - Landssamband smábátaeigenda

Grásleppuveiðin að nálgast 7000 tunnur


 

Grásleppuveiðum fer brátt að ljúka hjá þeim sem fyrstir byrjuðu veiðar fyrir Norður- og NA-landi.  Næst komandi mánudag 11. maí eiga þeir að hafa dregið upp.  Veiði á því svæði hefur verið slakari en síðustu vertíð, auk þess sem slæmt tíðarfar hefur gert mönnum erfitt fyrir.


Þrátt fyrir framangreint er heildarveiðin nú nánast sú sama og hún var á sama tíma í fyrra eða um 7000 tunnur, sem helgast að því veiðidagar nú eru 12 fleiri í fyrra.


Mestum afla hefur verið landað á Drangsnesi eða um 90 tonnum sem jafngildir um 740 tunnum af söltuðum hrognum.

 

1 Athugasemdir

Ég er ekki að fatta hvernig þið fáið út 740 tunnur úr 90 tonnum..... en þegar ég var að veiða og salta grásleppuhrogn þá fóru c.a 137 kg af sulli í að salta tunnu. en þið notið hvað 121kg.

samkv mínu útreikningum eru þetta 657 tunnur.

1. apríl var búið að landa 91718 kg á Bakkafirði sem gera samkv mínum útreikningum 670 tunnur en samkv ykkar útreikningum eru það 758 tunnur.

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...