Afli eykst hjá krókaaflamarksbátum - Landssamband smábátaeigenda

Afli eykst hjá krókaaflamarksbátumAflaaukning er í flestum tegundum hjá krókaaflamarksbátum þegar níu mánuðir eru liðnir af fiskveiðiárinu miðað við sama tímabili í fyrra.


1. júní sl. var þorskafli þeirra á kominn í 23.144 tonn sem er 2,7% meiri en í fyrra.  Þeir höfðu aflað 18.545 tonn af ýsu, 5.119 tonn af steinbít og 729 tonn af ufsa.   Aukning í þessum tegundum var 4,8% í ýsu, fimmtungur í ufsa og steinbítsaflinn var 1,350 tonnum meiri nú en í fyrra sem er aukining um 36%.


Heildarafli krókaaflamarksbáta á þessu timabili var 51.149 tonn sem er tæpum 7% meiri en í fyrra.


Heimild:  Fiskistofa


 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...