Strandveiðar - 800 kg er hámarksafli á dag - Landssamband smábátaeigenda

Strandveiðar - 800 kg er hámarksafli á dagStrandveiðar hófust sl. sunnudag 28. júní.  70 bátar voru þá komnir með leyfi og freistuðu margir þess að ná í þau 800 kg sem leyfilegt er að veiða á hverjum degi.

 

Heimildir herma að flestum hafi gengið vel í sínum fyrsta róðri og sumir náð skammtinum á ótrúlega stuttum tíma.   Því miður var kappið meira en góðu hófi gegnir hjá örfáum aðilum þar sem aflinn var töluvert umfram þau 800 kg sem leyfilegt er að veiða.

 

Vegna þessa er nauðsynlegt að árétta að 800 kg er það hámark sem má fiska á hverjum veiðidegi og ekki kílógram þar umfram.  Það er mikilvægt að allir þeir sem stunda strandveiðar virði þau mörk þannig að jákvæð umræða verði um hið nýja veiðikerfi. 

 

Rétt er að minna á að strandveiðar er veiðikerfi sem fellur undir bráðabirgðaákvæði laga um stjórn fiskveiða.  Gera má ráð fyrir að framtíð þess ráðist af reynslunni sem fæst með því.   

 

 

 

 

1 Athugasemdir

Fyrstu fréttir af löndunum báta í svokallaðri strandveiði eru þokkalegar. En menn verða að gæta hófs í veiðum, hætta að veiða þegar þeir eru komnir með leyfilegan afla. Betra er að vera undir, en yfir leyfilegum afla, því allur umfram afli er gerður upptækur.
Hann dregst af þeim heildarpotti sem gefin er út á hverju svæði fyrir sig, þannig að allur umfram afli skemmir fyrir heildinni.
Einstaklingur sem landar 1200kg í veiðiferð er búinn að eyða þeim 400 umframkílóum út úr pottinum og fær þar að auki sekt á nýju fiskveiðiári samkvæmt heimildum Fiskistofu.

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...