Strandveiðifrumvarpið afgreitt úr nefnd - Landssamband smábátaeigenda

Strandveiðifrumvarpið afgreitt úr nefndFyrr í dag lauk sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd Alþingis umfjöllun um strandveiðifrumvarpið.  Í áliti meirihluta nefndarinnar eru lagðar til fjórar breytingar:

1.            Að ráðherra verði heimilað að setja reglugerð um frekari skiptingu landsvæða og löndunarstaða.

2.            Að vikulegir banndagar verði föstudagur og laugardagur.

3.            Að óheimilt verði að hafa fleiri en 4 handfærarúllur um borð í hverri veiðiferð.   Frumvarpið gerði ráð fyrir 2 rúllum á mann og að hámarki fjórar.

4.             Að hlutfall ufsaafla af þorskafla í hverri veiðiferð verði 30% að hámarki í stað 15%.

 

Næsti þingfundur hefur verið boðaður kl 15:00 nk. mánudag.   Búast má við að frumvarpið verði þá á dagskrá til 2. umræðu.

 

Sjá nánar:

Álit meirihluta sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar

Breytingartillögur        

3 Athugasemdir

Það væri nú í lagi að ufsaaflinn (30%) yrði til viðbótar við 800kg af þorski þar sem 3000 tonn af ufsa brúnnu inni á síðasta ári.Mér líst vel á að föstudagur og laugadagu
séu lokaðir,ef veðrið dugar ekki, og 30% í viðbót
af ufsa,við 800kg af þorski.
kv BGH.

Það verður að breita inni í þessu frumvarpi að bátar sem eru skráðir með heimahöfn á viðkomandi svæðum fái að vera á veiðum innan þeirra en ekki miða við heimilisfang útgerðar ef þessu verður ekki breitt þá er ég alfarið á móti þessum veiðum.
Ég get ekki séð að heimilisfang útgerðar skipti máli því ekki verður fiskurinn sem þessir bátar veiða unninn á heimili viðkomandi ?

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...